151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Á síðasta ári var virðisaukaskattur á tíðavörum lækkaður í lægra þrepið, sem var mikilvægt skref. Erindi barst hv. efnahags- og viðskiptanefnd um þetta efni og nefndin tók að vissu leyti undir erindið í nefndaráliti en beindi tilmælum til hæstv. fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytisins um að skoða það mál í samvinnu við sveitarfélögin. Stöku grunnskólar eru byrjaðir að stíga þessi skref, sem er afar mikilvægt. Það verður fróðlegt að fylgjast með áframhaldandi framvindu í þessu í samvinnu ríkis og sveitarfélaga.