151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Um hvað snýst málið? Það snýst um matvælaöryggi. Allar þjóðir heims einblína núna á það. Við stöndum á algerum tímamótum í landbúnaði, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar. Allir eru að hugsa um það hvernig við getum komið í veg fyrir mengun á milli dýra og mannfólks. Eitt af því sem við höfum gert gríðarlega vel hér á Íslandi er að huga að því. Ég bið Alþingi Íslendinga að standa með íslenskum landbúnaði og huga að matvælaöryggi, ekki bara til skamms tíma heldur til lengri tíma.