151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:31]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég verð að beina orðum mínum að málflutningi stjórnarandstöðunnar, þ.e. fulltrúa Samfylkingarinnar hér. Hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson veit mjög vel að við erum búin að stórauka framlögin til framhaldsskólastigsins. Raunaukning á hvern einasta nemanda er gríðarleg. Það sem mér þykir miður í stjórnmálum er þegar stjórnmálamenn koma hingað í þessa pontu og átta sig á því að þeir eru ekki að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Við sjáum það. Við sjáum öll mætavel hvað ríkissjóður er að leggja á sig til að komast í gegnum þetta. Við erum að ná utan um menninguna. Við erum að ná utan um menntunina. Framlög í nýsköpun hafa aldrei verið meiri, ég fullyrði það hér og nú.