151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er vissulega rétt að skuldir lækkuðu. Það var fyrst og fremst vegna greiðslna úr stöðugleikaframlögum og arðs frá bönkum og síðan hjálpaði gengið. Ríkisstjórnin náði hins vegar (Gripið fram í: Krónan er góð.) ekki að sinna því aðhaldi sem þarf að ætlast til af henni á uppgangstímum. Hún náði ekki að draga úr útgjöldum, sem var nú svo sem ekki það sem ég vildi sjá, [Hlátur í þingsal.] en hún hefði getað aflað tekna fyrir þeim útgjöldum. Í staðinn leyfði hún kjaragliðnun í landinu að halda áfram þannig að nú eru það öryrkjar, aldraðir og fátækasta fólkið sem þarf, ásamt rúmlega 20.000 atvinnulausum á næstu misserum, að bera uppi herkostnaðinn af þessari vegferð hæstv. fjármálaráðherra. (Gripið fram í: Heyr, heyr. )