151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga er góðra gjalda verð enda er áskorunin stór og mikil. En bara 10 milljarðar, gjörið svo vel, án þess að við vitum í rauninni nákvæmlega hvort það þurfi 10 milljarða eða 15 eða kannski bara 5, er ekki nákvæm vinna, finnst mér. Það er ekki nægilega vel útskýrt í nefndaráliti í hvað þessir 10 milljarðar eiga að fara. Þó að ég styðji tvímælalaust að við eigum að gera vel í loftslagsmálum þá sit ég hjá við afgreiðslu tillögunnar. Mér finnst hún ekki nægilega vel útskýrð.