151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:28]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem eykur réttindi, kannski ekki fjölmenns hóps en hóps sem hefur mátt sæta óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama sinn með óþarfaaðgerðum á barnsaldri. Með þessu frumvarpi er ekki verið að hindra það að börn fái nauðsynlega læknisþjónustu, eins og hér hefur verið haldið fram, heldur er einmitt verið að tryggja mannréttindi barna sem fengið hafa ónauðsynleg inngrip sem engar heilsufarsástæður eru fyrir, sem byggja á langri hefð, því miður. Við erum að tryggja réttindi þessa hóps og þess vegna segi ég já við þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlegt framfaramál og það er miður sem haldið hefur verið fram um þetta frumvarp hér í þingsal og er beinlínis rangt. Það er rangt. En ég segi já.