151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vextir og verðtrygging.

441. mál
[18:24]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit ekki hvort í þessu fólst einhver sérstök spurning en hv. þingmaður kom inn á hvað væri rökrétt gagnvart hagsmunum einstaklinganna. Mitt sjónarmið er að einstaklingurinn eigi sjálfur að fá að meta og velja hvað hentar honum. Ég er enginn sérstakur talsmaður verðtryggðra lána, ég er bara að segja að ég set spurningarmerki við að banna það form því að ég treysti einstaklingum einfaldlega til að taka ákvörðun fyrir sig. Svo getum við komið inn á fjármálalæsi og mikilvægi þess að efla slíka kunnáttu og þekkingu. En þá gætum við t.d. tengt þetta við umræðu um fíkniefni, því að ég veit að hv. þingmaður hefur miklar skoðanir á því: Erum við að tala um forvarnir eða skýr bönn?