151. löggjafarþing — 51. fundur,  2. feb. 2021.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[15:05]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni sem talaði á undan mér. Það er ömurlegt að við þurfum að vera að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja á markaði. Það er bara fáránlegt og það er ömurlegt. En þau lög eru í gildi og augljóslega þarf að hafa slík lög því við höfum ekki einu sinni náð að framfylgja lögunum sem eru í gildi. Það sem við greiðum atkvæði um hér er einfaldlega að vera með viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki lögum sem eru í gildi í landinu.