151. löggjafarþing — 68. fundur,  17. mars 2021.

útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga.

602. mál
[15:20]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil biðja hæstv. ráðherra að svara í síðara andsvari spurningu minni áðan um hvort 11. gr. girði fyrir að hingað sé hægt að koma mörgum sinnum, þ.e. af hálfu hælisleitanda, og fá þá þjónustuna aftur og aftur.

Ég lagði fram fyrirspurn til hæstv. ráðherra um alþjóðlega vernd og svar barst nýverið. Þar kemur fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd sem fengu samþykki þurfi ekki að leggja fram sakavottorð. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki eðlilegt að þeir sem fá hér dvalarleyfi þurfi að leggja fram sakavottorð. Nú er það t.d. krafa þegar sótt er um ríkisborgararétt að framvísa sakavottorði.