151. löggjafarþing — 69. fundur,  18. mars 2021.

áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna.

608. mál
[13:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð þessa skýrslubeiðni, fyrst og fremst vegna þess að það er tími til kominn að slá á þær flökkusögur sem hv. þingmenn Miðflokksins hafa m.a. haldið fram um fjölda heimila sem fóru í gjaldþrotaskipti eftir hrun. Við þurfum að vita hve mörg heimili þetta voru og hvenær þau voru komin upp í 10.000. Ég sé að ýmsum liðum í skýrslubeiðninni hefur verið svarað, en það er allt í lagi, gamla svarið verður þá bara dregið fram og bætt við ef nauðsyn krefur. Ég held að slík skýrsla sé verðmæt fyrir okkur þingmenn. Við getum þá haldið okkur við staðreyndir í umræðum um hvað gerðist hér eftir hrun og hver viðbrögð stjórnvalda voru.