151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:19]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Menntastefna 2020–2030 er mikilvæg því að með henni vörðum við leiðina inn í framtíðina, hvernig við sjáum markmiðin, hvernig við sjáum menntakerfið þroskast og þróast til þess að mæta þeim áskorunum sem munu blasa við samfélaginu á næstu árum og gera nú þegar. Umsagnir voru fjölmargar og rauði þráðurinn í þeim var þessi: Í fyrsta lagi fögnuðu allir umsagnaraðilar því að fram væri komin menntastefna. Í öðru lagi væri mikilvægt að innleiðingaráætlun væri skýr, eftirfylgni, ábyrgðarskipting og svo að fjármagn myndi fylgja þeim aðgerðum sem ráðist yrði í. Á það lagði nefndin mikla áherslu.