151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

njósnir Samherja.

[13:14]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður leggur svo sannarlega út af ýmsu. Stóra málið er náttúrlega það, og það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, að við höfum tekið sérstaklega upp málefni blaðamanna. Það á við hvar sem er í heiminum þó svo að ólíku sé saman að jafna. Því miður er staða blaðamanna víðs vegar um heiminn orðin hræðileg eins og við þekkjum. En ég átta mig ekki alveg á því hvert hv. þingmaður er að fara (Gripið fram í.) varðandi hin fjölmörgu samtöl sem menn eiga almennt. Það eru engar reglur um hvernig menn koma skilaboðum áleiðis. Ég held hins vegar að aðalatriðið sé að það er mjög mikilvægt að íslenskir blaðamenn (Forseti hringir.) fái að sinna sínum störfum, sínu aðhaldi og eftirliti, getum við kallað það, með stjórnvöldum og öðrum með sem frjálsustum hætti. Það er nokkuð sem ég styð, (Forseti hringir.) hef stutt og mun styðja áfram.