151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

dagskrá næsta fundar.

[10:44]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér byrsti þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sig og talaði um tundurskeyti þingflokks Pírata. Það er kannski rétt að nefna það að við erum hér að ræða um frumvarp stjórnarliða. Við erum að ræða um frumvarp sem stjórnarliðar sögðu smábátasjómönnum að strandaði eingöngu á stjórnarandstöðunni að koma á dagskrá. Við erum að draga það fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi, ef fólk styður ekki þessa dagskrártillögu. Að smábátasjómönnum var logið um stöðu þessa máls.