151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

loftslagsmál.

711. mál
[14:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil benda á þá breytingu sem kemur hér inn sem viðbót við 1. gr., þar sem sett er inn:

„Verði loftslagsmarkmið stjórnvalda uppfærð skal leggja til breytingar á þessu ákvæði því til samræmis.“

Þetta er í raun til að undirbyggja það að lögin, ef svo má segja, elti stefnu stjórnvalda en ekki öfugt. Ég tek undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram, um að betur færi á því að markmið sem þetta væri ekki lögfest heldur kæmi það fram í stefnu stjórnvalda.