151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

barnaverndarlög.

731. mál
[15:44]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða grundvallarbreytingar á umgjörð og samsetningu barnaverndarnefnda. Í frumvarpinu felst m.a. að pólitískar skipanir barnaverndarnefnda verða lagðar niður. Því er hér um að ræða mestu breytingar sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Þetta frumvarp er líka partur af miklum breytingum á kerfinu sem ætlað er að gefa færi á samþættingu þjónustu sem veitt er í þágu barna. Hér er verið að svara þeirri gagnrýni sem hefur verið á umhverfi barnaverndar hér á landi í fjölda ára og mikilvægi þess að færa það til nútímavitundar um réttindi barna. Ég vona að við séum öll sammála um að klára þetta svona.