151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:49]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ef einhver velktist í vafa um það sem ég sagði í lokaræðu um þetta mál hér áðan, að einungis væri verið að kynna til leiks biðleik til að núverandi ríkisstjórn gæti klárað þetta mál á nýju kjörtímabili, hlýtur sá vafi að vera úr sögunni eftir ræðu hæstv. umhverfisráðherra rétt í þessu. Hæstv. umhverfisráðherra tók af allan vafa um að það er ætlun þessarar ríkisstjórnar að starfa áfram eftir kosningar og klára þetta hálendisþjóðgarðsmál. Það hefur legið í þeim plöggum sem fyrir liggja með augljósum hætti. Fulltrúar stjórnarflokkanna hafa reynt að tala sig út úr þessu hér í dag en nú þarf enginn vafi að vera um þetta lengur. (Forseti hringir.) Hálendisþjóðgarðurinn verður kláraður á næsta kjörtímabili ef Miðflokkurinn (Forseti hringir.) fær ekki öflugt umboð í kosningum til að verjast því áhlaupi.