152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:33]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég skildi það ekki sem svo að samkomulag væri um að það yrði lengri þingfundur í dag. Það var samkomulag um það í gær. En það er bara fínt að við fundum um það í hádeginu. Ég væri til í að vita hvort forseti dragi þau orð sín til baka að hann hafi litið svo á að samkomulag hafi verið um lengri þingfund því að ég tek undir með hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni, ég myndi þá hreyfa andmælum við því þar til við höfum samið um það. Mér finnst svo sem alveg eðlilegt að það sé lengri þingfundur, mér finnst bara mikilvægt að það sé skýrt að við séum ekki að fara inn í nóttina og mér finnst mikilvægt að það hafi verið samþykkt á fundi að samkomulag væri um það.