152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[14:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að leyfa mér að vísa til skriflegs svars sem ég hef skilað hingað til þingsins áður úr ráðuneytinu um það hvernig við teljum rétt að túlka 69. gr. Við höfum reyndar í því sambandi á einhverjum tímapunkti líka átt í skoðanaskiptum við umboðsmann Alþingis. En það er algengt að í umræðu um 69. gr. sé sú túlkun notuð hér á þinginu að horfa eigi til launavísitölunnar eins og hún er reiknuð, en við höfum talið að það sé í raun og veru réttara að horfa til þeirra umsömdu kjarasamningshækkana sem hafa verið í gildi á viðmiðunarárinu. Og það er það viðmið sem almennt hefur verið litið til.