152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta er alveg rosalega skrýtið. Hér er alltaf talað um kerfisbreytingar og það sem þarf að laga o.s.frv., en við vitum það alveg að þessi framfærsla er langt undir lágmarkslaunum. Óháð því hver niðurstaða kerfisbreytingar verður þá þarf óhjákvæmilega að brúa þetta gap. Á sama tíma er í framkvæmd laga um almannatryggingar gerð mismunandi grein í rauninni fyrir framfærslu eldri borgara og öryrkja þar sem öryrkjar fá hækkun um 1% en aldraðir fá hækkun frítekjumarks. Það er ekki verið að beita sömu aðferð á þessa hópa þótt þeir falli undir sömu lög. Það sem tillaga minni hlutans snýst um er að láta sömu atriði gilda fyrir báða þessa hópa. Það er aðallega til þess að stöðva kjaragliðnunina. Án hennar er miklu auðveldara að gera kerfisbreytingar.