152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:21]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég velti aðeins fyrir mér röksemdafærslu meiri hlutans varðandi framlengingu á átakinu Allir vinna. Það lítur út fyrir mér eins og niðurstaða meiri hlutans sé sú að það sé rétt að hætta að taka skatta af þeim atvinnugreinum sem ekki fylgja skattareglum. Ég verð að viðurkenna mér finnast þetta skringileg skilaboð sem verið er að senda landsmönnum; séu þeir nægilega duglegir að koma sér hjá því að greiða skatta þá hætti þeir einfaldlega að þurfa að greiða skatta. Eins og fram hefur komið tel ég að það ætti að fara að ráðleggingu fjármála- og efnahagsráðuneytis og fella þetta niður.