152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:39]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V):

Forseti. 836 voru smitaðir í gær. Það liggur fyrir að við erum rétt að byrja að fást við þessa kreppu. Það sem við þurfum að gera er að við munum þurfa að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Það er óumflýjanlegt. Það krefst erfiðra ákvarðana, ákvarðana um að draga úr ívilnunum, ákvarðana sem munu hafa neikvæð áhrif á einhverja en verður að taka ef ríkið á að geta gengið í gegnum þetta tímabil án þess að hlaða upp skuldum og draga úr vaxtargetu til lengri tíma.