152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Sú staða að hér í þinginu skuli einungis vera tveir af 12 ráðherrum til svara á þeim tímum sem við lifum nú — og ég þarf ekki að fara yfir það hér í mínúturæðu — er algerlega óásættanleg. Hæstv. forseti verður að standa með þinginu og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört. Við erum að sigla inn í sama anda. Það má ekki gerast. Ráðherrar starfa í umboði þingsins og við höfum skyldum að gegna í eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Og hvar er hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra? Er hann fluttur til útlanda?