152. löggjafarþing — 26. fundur,  25. jan. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun.

[13:35]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Að þessu sinni snýst ekki fundarstjórn forseta ekki um gagnrýni á ríkisstjórnina og ekki einu sinni um ágreining milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hér virðist öll nefndin vera sammála um að þetta sé algerlega óboðlegt. Þess vegna tek ég undir orð hv. þingkonu þar sem við óskum eftir atbeina forseta, að hún beiti sér fyrir því að Útlendingastofnun verði við þessari beiðni okkar. Það var auðvitað bagalegt að þetta gæti ekki gerst fyrir jól eins og vaninn er í venjulegu árferði, en okkur var gefið vilyrði fyrir því að fá gögnin fyrir 1. febrúar þannig að við gætum klárað þetta. Ég óska sem sagt eftir því að þingið og forseti leggist á eitt um að fara fram á þetta.