152. löggjafarþing — 29. fundur,  31. jan. 2022.

gögn frá Útlendingastofnun og ráðherraábyrgð.

[15:34]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég get ekkert annað gert en ítrekað það sem ég sagði hér mjög skýrt: Ráðherrum ber eins og öðrum að fylgja landslögum og það á við um þennan tiltekna ráðherra eins og aðra ráðherra. Ég fæ ekki séð annað en að ákvæði laganna séu mjög skýr. Það kemur ekkert annað til greina í þeim efnum en að eiga samtal við viðkomandi ráðherra um að skilyrði þessarar lagagreinar verði uppfyllt og lögunum fylgt. Það er mín eindregna skoðun og ég mun eiga slíkt samtal þegar færi gefst við ráðherrann, eins og ég þykist vita að forseti þingsins hafi þegar átt við ráðherra.