Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:13]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. formanni fjárlaganefndar fyrir ræðuna. Mig langar reyndar að koma svona fjórum til fimm sinnum í andsvör, svo það liggi fyrir, ekki bara einu sinni. Hv. formaður fjárlaganefndar kom að framsetningu fjármálastefnunnar og mig langar að nota tækifærið og spyrja hann um það. Nú hef ég skoðað fjárlagastefnuna í ár. Stefnan sjálf er tvær A4-síður. Markmiðin koma fram, skv. 1. tölulið 2. mgr. 4. gr., í þessari töflu. Stefnan sjálf, tillagan sjálf, er mjög rýr en kjötið er allt í greinargerðinni. Það eru jú þessi tölulegu markmið. En væri ekki rétt að breyta framsetningunni, að gerðar væru meiri kröfur til þess að þetta væri stefnumiðaðra, að þetta væri eiginleg stefna? Stefnan í skattamálum — hvað ætli þið að gera, hvernig sjáið þið það fyrir ykkur? Hvar á að auka neysluskatta o.s.frv.?