Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[21:25]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það alveg á hreinu að tekjugrunnur ríkisins hefur verið rýrður um tugi milljarða á undanförnum árum með ósjálfbærum skattalækkunum. Fyrir vikið var afkoma ríkisins orðin veik og ákveðið misræmi milli tekna og gjalda til staðar löngu fyrir Covid. Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að styrkja tekjugrunn ríkisins á næstu árum til að leiðrétta þessa stöðu? Telur hv. þingmaður t.d. æskilegt að hækka skatta á tekjuhæstu og eignamestu hópana á Íslandi?