152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:45]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F):

Virðulegi forseti. Við okkur blasir eitthvert alvarlegasta ástand sem við höfum séð, ég segi í manna minnum, í Evrópu. Innrás í frjálst og fullvalda ríki sem mun leiða af sér gríðarlegan vanda sem við munum að sjálfsögðu axla með okkar vinaþjóðum og bandalagsþjóðum. Við munum að sjálfsögðu ekki skorast undan því. Við Íslendingar höfum allt til að bera að skjóta skjólshúsi yfir þá sem þurfa á því að halda. Ég frábið mér þá umræðu sem hér er í gangi um að ríkisstjórnin muni ekki standa við orð sín sem féllu hér í gær og meiri hlutinn á þinginu.