152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

hegningarlög.

389. mál
[17:16]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Hér er talað um allt að sex ára fangelsi og eins og hv. þingmaður nefnir er það lenska að fara ekki í hámarksrefsingu. Það er auðvitað mat dómstóla eftir alvarleika brots hverju sinni. Þarna er horft til þess refsiramma sem er í þeim lögum sem höfð voru til viðmiðunar, á Norðurlöndum til að mynda, og ég legg það því svolítið í hendurnar á nefndinni að meta hvort sérstaklega þurfi að bregðast við þessu.