152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

matvælaöryggi.

[16:14]
Horfa

Ágústa Ágústsdóttir (M):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin, það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess sem hún talaði um hér á undan. En mig langar þá að spyrja annarrar spurningar. Þar sem innlend grunnmatvælaframleiðsla er lífæð þjóðarinnar er nauðsynlegt að hún njóti ákveðinna sérkjara að mínu mati vegna sérstöðu sinnar á eyju þar sem landamæri annarra landa eru víðs fjarri og stríðsbrölt og heimskreppur geta hæglega lokað fyrir æð okkar til meginlandsins. Mun það koma til greina að hæstv. ráðherra beiti sér fyrir því að grunnmatvælaframleiðendur fái rafmagnsnotkun sína á sömu eða jafnvel lægri kjörum og stærstu notendur þess fá í dag?