152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

endurheimt votlendis.

360. mál
[20:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Já, heimurinn breytist. Afar og langafar okkar sem hér sitjum tóku margir þátt í því sem þá kallaðist framþróun, þ.e. að votlendi var ræst fram og breytt í tún á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrir marga bændur var þetta mikil framþróun sem leiddi til þess að hægt var að afla meira fóðurs fyrir veturinn og þar með stækka bústofninn. En þessi framþróun kom á kostnað bindingar kolefnis í votlendinu. Á sama tíma hefur framþróun í slætti orsakað það að mörg þessara svæða sem umbreyttust úr votlendi í tún eru nú aftur komin í órækt. Það er mikilvægt að við vinnum í nánu samstarfi við bændur við endurheimt votlendis og tryggjum þannig sameiginlega framtíð okkar allra.