152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[16:53]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Mig langar aðeins að víkja að 72. gr. frumvarpsins. Nú er það þannig að í 2. mgr. 37. gr. gildandi fjarskiptalaga er kveðið á um sex mánaða hámarksbinditíma í samningum neytenda við fjarskiptafyrirtækin og þetta er ákvæði sem hefur verið í fjarskiptalögum frá 2007. En í 72. gr. frumvarpsins sem við erum að ræða í dag segir hins vegar að óheimilt sé í samningi að kveða á um lengri binditíma neytenda en 12 mánuði. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað honum finnist um að verið sé að tvöfalda þennan hámarksbinditíma samninganna, hvort þetta samræmist að hans mati því markmiði laganna að auka vernd og valmöguleika neytenda og stuðla að virkri samkeppni.