152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[19:33]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Tvímælalaust sé ég það. Rétt eins og vegir og flugvellir þurfa að mínu mati að vera í eigu hins opinbera og ef ekki í eigu hins opinbera þá a.m.k. í eigu einhverra sem þurfa að fylgja þeim reglum sem henta samfélaginu til að þessir innviðir nýtist í þágu þess. Ég hef vissulega orðið var við breytt viðhorf, m.a. hjá núverandi stjórnarflokkum, til grunninnviða og það birtist m.a. í orkumálunum þar sem menn hafa til að mynda horfið frá upprunalegu hugmyndinni með Landsvirkjun sem snerist um að samfélagið allt myndi saman ráðast í það stórátak að virkja til að geta nýtt orkuna í samfélagslega þágu. Henni var breytt í opinbert hlutafélag sem nú hefur það eina markmið formlega séð að hagnast. Hún er þó enn í ríkiseigu þó að einhverjir hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji hugsanlega breyta því. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Ég verð að biðja um að fá að klára þetta andsvar í næsta andsvari. Ég missti stjórn á tímaskyninu.