152. löggjafarþing — 59. fundur,  29. mars 2022.

fjarskipti .

461. mál
[19:38]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þetta svar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að það eigi að vinna markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi og jafnframt að tryggð verði geta og fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar háhraðaneta þar sem markaðsaðilar sinna ekki þeirri þjónustu eða öryggissjónarmið krefjast þess. Svo eru markmið stjórnvalda að fjarskipti séu aðgengileg, greið, örugg, hagkvæm, skilvirk og umhverfisvæn. Að sama skapi hafa stjórnvöld sett markmið um afburðahæfni og nýtingu netöryggistækni og um öruggt netumhverfi. Þetta er svona kannski það helsta sem viðkemur fjarskiptamálum og fjarskiptaöryggi í stjórnarsáttmálanum. Ég fæ kannski að beina því til hv. þingmanns hvort hann telji þetta frumvarp (Forseti hringir.) þjóna þessum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála eða hvort gera þurfi miklar breytingar á því.