Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn o.fl.

463. mál
[18:10]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir og þar sem ég sit í nefndinni mun ég sennilega fá þessar upplýsingar og óska eftir þeim þar. Talað er um í sömu grein að vegna ákvæðis 50. gr. BEREC-reglugerðarinnar um hámarksgjaldtöku gagnvart neytendum vegna símtala innan Evrópu og fyrir smáskilaboð, kunni markaðsaðilar að verða fyrir tekjumissi en neytendur njóti á móti góðs af.

Nú fletti ég því upp bara mér til gamans hjá tveimur fyrirtækjum hér á landi, annars vegar hjá Nova, þar sem þú borgar bara fast gjald á mánuði ef þú vilt geta hringt til útlanda og þá kosta símtölin per se ekki neitt, og hins vegar hjá Símanum, þar sem t.d. mínútan fyrir símtal til Þýskalands kostar 40 kr. og SMS-ið um 22 kr. Mig langaði bara að vita hvort hæstv. ráðherra hafi einhverjar hugmyndir úr þessari reglugerð um hver hámarksgjaldtakan er þannig að maður sjái hvað við neytendur græðum á því að þetta komi hérna í gegn.