Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[18:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrra andsvar og ítreka spurningu mína: Lýsti viðskiptaráðherra yfir efasemdum um þetta ferli á þingflokksfundi eða við þingflokk á einhvern mögulegan hátt? Í öðru lagi vil ég koma aftur að ábyrgð og það er auðvitað virðingarvert að hv. þingmaður taki fulla ábyrgð á þessu, eða einhverja ábyrgð, svo ég noti nú orðalag þingmannsins. Nú hefur komið í ljós að í þessu lokaða og ógagnsæja útboði þar sem handvalið var inn í kaupendahópinn voru faðir fjármálaráðherra og litlir aðilar sem eru með neikvætt eigið fé. Telur hv. þingmaður að hæstv. fjármálaráðherra beri einhverja ábyrgð samkvæmt lögum, af því að við hljótum að horfa á það hvað honum ber að gera, hvað honum bar að gera og það liggur alveg skýrt fyrir? Nú erum við löggjafinn þannig að ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji að hæstv. fjármálaráðherra beri hér einhverja ábyrgð.