Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[19:46]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er líklega ein af þeim fáu sem heyrði ekki Sprengisandsviðtalið vegna þess að ég var að tala um fjallskil við bónda nokkurn í Langanesbyggð akkúrat þegar þetta var. Svo var ég bara á leiðinni suður til Reykjavíkur og eins og hv. þingmaður þekkir var ég líka talsvert í ýmsu orðaskaki við Bankasýsluna í gær og að reyna að ná utan um þetta. Ég játa það bara að ég er ekki búinn að heyra viðtalið. Ég hef hins vegar heyrt af því, orðræðu hæstv. ráðherra þar. Ég ætla svo sem ekki að leggja neitt sérstakt mat á það. Ég er bara ósammála því að það hafi ekki eitthvað farið úrskeiðis. Mér líður a.m.k. þannig. Ég get ekki dæmt um það fyrr en ég hef eitthvað í höndunum. Þess vegna eru svörin mikilvæg frá Bankasýslunni, að við fáum að sjá dálítið framan í þetta, hvernig þetta lítur út, en mér alla vega líður þannig í dag að ég telji að það hafi ekki allt gengið að óskum í þessu.