152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:43]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er, eins og fram hefur komið, ákaflega sérstakt mál og alveg ljóst hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja starfa hér. Þeir vilja banna umræðu um ákveðin mál. Þeir vilja loka á að þau geti komist hér inn í þingsal. Það er, að því er ég hygg, bara fordæmislaust, virðulegur forseti. Málþófið sem hér hefur verið stundað á undanförnum vikum og mánuðum leiðir af sér að mál komast ekki til umfjöllunar, til þinglegrar meðferðar í nefndum. Það var kallað eftir því af stjórnarandstöðuþingmanni að mál minni hlutans kæmust til 2. umr. Við erum að bíða eftir því að koma þeim til 1. umr., til umsagnar og þinglegrar meðferðar. Ég tel og ítreka það, virðulegur forseti, í ljósi þess hvernig aðstæður hafa skapast hér að það sé mikilvægt að þingheimi (Forseti hringir.) sé gerð grein fyrir því fyrr en síðar að við munum þurfa að starfa hér (Forseti hringir.) til að byrja með a.m.k. út júnímánuð og inn í sumarið vegna þeirra vinnubragða (Forseti hringir.) sem hér hafa verið ástunduð á undanförnum vikum og mánuðum.