152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

fyrirkomulag við sölu Íslandsbanka.

[11:20]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Bankasýsla kynnti málið þannig að sú aðferð sem Bankasýslan lagði til við ráðherranefnd um efnahagsmál væri sú aðferð sem væri notuð víðast í Evrópu. Ég get, virðulegur forseti, upplýst þingið um það að þegar sérfræðingar, ekki bara einn heldur nokkrir, á vegum Bankasýslunnar, erlendir ráðgjafar og fleiri, segja að þetta sé sú aðferð sem kemur best út og hún sé til þess fallin að hámarka verðið á eigninni og það sé búið að gera þetta margsinnis þá er ég þannig gerð að jafnvel þó að ég hafi haft mínar miklu efasemdir um þetta þá hlusta ég á sérfræðinga. Þrátt fyrir að ég þekki fjármálamarkaðinn mjög vel eftir að hafa starfað í Seðlabankanum og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í fjölda ára þá fannst mér líka brýnt að hlusta á Bankasýsluna. Viðkomandi aðilar hafa jú atvinnu af því að ráðleggja hvað þetta varðar. Þannig að til að svara hv. þingmanni þá er það svo að þessi aðferð hefur verið notuð víða í Evrópu.