152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

stjórn veiða á grásleppu.

[15:38]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svarið en ég hlýt að hafna því að greinin sé klofin í þessu vegna þess að grásleppuveiðihafar komu hér með undirskrift, fyrir einu eða tveimur árum, til þáverandi ráðherra um að þeir vildu breytingar á þessu og þar var mikill meiri hluti þeirra sem stunda þessar veiðar. Það er í félagi Landssambands smábátaeigenda sem þessi meinti klofningur er og það eru þá þeir sem ekki stunda grásleppu sem eru á móti þessu. Það er staðreynd málsins og það er vandamál í því félagi hvernig þeir vinna úr þeim málum, svo ég segi það nú bara eins og það er. Það er rétt að þorskur er meðafli hjá þeim bátum sem byrja fyrst og það er náttúrlega undir þeim útgerðum komið hvernig þær meðhöndla þann meðafla. Ég er algjörlega sammála því að það þarf að taka á þeim málum. En sú veiðiaðferð sem er stunduð í dag er algerlega ómöguleg. Því spyr ég ráðherrann í fyrsta lagi (Forseti hringir.) um stöðuna eins og hún er núna: Mun ráðherra grípa til einhverra ráðstafana núna til skamms tíma? Og hvernig sér ráðherrann þetta fyrir sér í framtíðinni?