Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:59]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu þess efnis að grunnatvinnuleysisbætur fylgi hækkuninni á bótum almannatrygginga sem lögð er til í þessu frumvarpi til að verja lífeyrisþega fyrir aukinni verðbólgu. Það er sjálfsagt og eðlilegt. Þetta snýst um að standa með einangruðum hópi sem hefur oftar en ekki orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli. Það hafa ekki komið fram nein skynsamleg rök gegn því að atvinnuleysisbætur fylgi bótum almannatrygginga í þessum efnum og mér sýnast stjórnarliðar ætla að fella þessa tillögu með glæsibrag.