Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

um fundarstjórn.

[18:17]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er svo magnað að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnir sem innihalda Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, og jafnvel Vinstri græn líka, skýla sér meira en nokkrar aðrar ríkisstjórnir hér á landi á bak við regluverk Evrópusambandsins. Þar er nú aldeilis hægt að skýla sér, þar er nú aldeilis hægt að finna skjól fyrir því að axla ekki pólitíska ábyrgð, að taka ekki þær samfélagslega ábyrgu og skynsamlegu ákvarðanir sem við þurfum að taka og vera þar alltaf með „free rider“ í Evrópu, svo ég fái að sletta á ensku, alltaf að senda vandamálin frá Íslandi, 11. ríkasta landi í heimi, alltaf að senda allt í burt frá okkur eða þegar við viljum ekki axla siðferðilega og pólitíska ábyrgð á fólki á flótta.