Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

um fundarstjórn.

[13:38]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Frú forseti. Þingmenn hafa komið upp og talað um að þau fái ekki svör við skriflegum fyrirspurnum sínum. En ég kom hingað upp í pontu í gær í óundirbúnum fyrirspurnum og ég fékk ekki svar frá forsætisráðherra. Ég bara átta mig ekki beint á þessu verklagi. Það á að ríkja gagnsæi og Alþingi á að geta veitt framkvæmdarvaldinu, ríkisstjórninni, aðhald. En hvernig getum við sinnt okkar löggjafarstarfi ef við erum ekki að fá neinar upplýsingar, fá nein svör við fyrirspurnum okkar, hvort sem þær eru munnlegar eða skriflegar? Ég þarf nú ekkert að minna á þrískiptinguna sem ég tala alltaf um hérna í fundarstjórn og hvernig henni er háttað. En það á að ríkja mikið gagnsæisferli. Við erum á lokasprettinum núna rétt fyrir þinglok og það eru mörg mál sem þarf að klára. En ég sé ekki hvernig þingmenn geta samþykkt mál á dagskrá með góðri samvisku ef við vitum ekki nákvæmlega hvernig þau eru. (Forseti hringir.) Ég væri bara mjög til í að fá að vita hvort forsætisráðherra styður stefnu VG í útlendingamálum eða stefnu Sjálfstæðisflokksins.