Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[21:33]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Fagráð um mönnun og menntun er bara hið besta mál, algerlega. En engu að síður er það þetta með skort á námsplássum þegar þörfin er jafn mikil og raun ber vitni. Þá er spurning kannski að fjölga þeim, ef það væri mögulegt, og bjóða upp á þetta líka hér sunnan heiða eins og á Akureyri. Ég hef líka áhyggjur af því sem gerist eftir útskrift. Það er það sem er áhugi á og fólk vill gjarnan vinna við eitthvað en svo eru það aðstæðurnar í starfinu og annað sem kannski gerir það að verkum að fólk gefst upp. Það eru allt of margar stéttir sem hafa horfst í augu við það. Það er náttúrulega heilbrigðisstarfsfólk. Ég get nefnt kennara og fleiri. Ég velti því fyrir mér að það þurfi að gera þetta starfsumhverfi meira aðlaðandi þegar á hólminn er komið.