Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áfengislög.

596. mál
[21:13]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það hafa verið gerðar tilraunir til að gera breytingar á áfengislögunum ansi oft í þessum sal og oft hafa umræður orðið langar og miklar hér. Allmörg frumvörp hafa jafnframt komið fram og dáið í nefnd. Þetta er komið út úr nefnd. Skrefin eru kannski ekki mjög stór en þetta er mikilvægt réttlætisskref fyrir þá sem framleiða áfenga drykki. Við erum að tala um litla framleiðendur, bæði á öli en líka á sterkari drykkjum. Á móti er komið til móts við ákveðin lýðheilsusjónarmið sem haldið var uppi í nefndinni. Já, þetta er málamiðlun, en þetta er gott mál.