152. löggjafarþing — 92. fundur,  15. júní 2022.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

692. mál
[22:29]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við megum vera stolt af þróun kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi. Endurgreiðslukerfið hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og kerfið þykir almennt gott og samkeppnishæft í stuðningshlutfalli, einfaldleika og áreiðanleika. Með þessu frumvarpi vill ráðherra gera enn betur og freista þess að fá mun stærri verkefni hingað en hafa komið áður. Það er bæði verðugt og mjög spennandi. Nefndin öll og ráðuneytið áttu mjög gott samstarf í slípingu á nokkrum atriðum sem ég tel að hafi gert gott mál enn betra og þá kannski ekki síst að gerð verði greining á áhrifum þess þannig að þegar við stígum næstu skref í þágu þessa stuðningsumhverfis þá gerum við það af enn meira öryggi í þágu kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi. Þetta er gott mál.