Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:27]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Sannarlega eru margir fletir á þessu, eins og ég nefndi, og þá eigum við auðvitað að ræða. Það er einföldun að tala um að staða orkumála hafi eitthvað með Evrópusambandið að gera, sérstaklega. Við sjáum t.d. fordæmalaust orkuverð í Bretlandi. Norðmenn eru að glíma við mjög hátt orkuverð sem er að hluta til vegna stríðsins í Úkraínu en að hluta til vegna þess að síðasta ár var í Suður-Noregi þurrasta ár í landinu í 26 ár og þau þurfa tvöfalda meðalúrkomu til að lenda ekki í erfiðum vetri núna. Íslenski orkumarkaðurinn er algjörlega óháður hinum evrópska og verður það á meðan ekki er komin einhver tenging á orkuflutningum þar á milli. Það er alltaf í höndum íslenskra stjórnvalda og Alþingis að ákveða hvort það breytist og við erum ekki að ræða það hér.