153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:52]
Horfa

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Flutningsmenn hafa enn ekki svarað því að mínu viti og ég biðst afsökunar ef nýgræðingi hér í þinginu misheyrist. Núna er Útlendingastofnun á tveimur stöðum, annars vegar á Dalvegi í Kópavogi, eins og er fjallað um í greinargerðinni, og sá hluti sér um dvalarleyfin en hinn hluti starfseminnar fer fram í Hafnarfirði sem sér um hælismálin. Þess vegna spyr ég aftur hv. þm. Ásmund Friðriksson: Stendur einnig til að færa alla starfsemina úr Hafnarfirði? Mig langar líka til að nýta tækifærið af því þú segir að þú viljir ekki ræða útlendingamálin hér. Það er fólk af holdi og blóði sem nýtir sér þessa þjónustu og það er mjög mikilvægt að við hugsum um þarfir þeirra í þessu samhengi. Því spyr ég hv. þingmann: Kemur til greina að hafa samráð við þjónustuþega sem nýta sér þjónustu Útlendingastofnunar við þennan flutning?

(Forseti (LínS): Forseti beinir því til hv. þingmanna að tala til forseta en ekki til annarra þingmanna í 1. eða 2. persónu.)