153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:54]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Menn geta auðvitað beitt ýmsum ráðum hér í þingsal til að koma í veg fyrir efnislega umræðu um mál sem liggur fyrir. Það er m.a. gert með því að vera stöðugt í fundarstjórn forseta og ég vil vekja athygli frú forseta á því að það er ekki einu sinni rætt um fundarstjórn forseta heldur efnisatriði frumvarpsins. Nú er það svo að það eru þrír stjórnarþingmenn sem bíða eftir því að fá að taka til máls og ljúka síðan umræðunni hér og, eins og hæstv. ráðherra vék að, afhenda forræði á málinu til okkar hér á þingi. Það eru þrír þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum og ég hygg að það væri gæfa okkar allra ef við gætum haldið þessari umræðu áfram, hætt að koma í veg fyrir efnislega umræðu og reyna að seinka því að þetta frumvarp komist á forræði þingsins, eins og reynt er að gera hér af ýmsum stjórnarandstæðingum með frekar óviðeigandi hætti, frú forseti.