153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:49]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar og þessar grafísku, skemmtilegu lýsingar. Góður stjórnmálaskýrandi, hv. þm. Bergþór Ólason. En hann talaði líka um að kerfin okkar séu að kikna og það er eitthvað sem við heyrum alloft. Ég ætlaði þá að fá að spyrja hv. þingmann af hverju við ættum að láta getuleysi þessarar ríkisstjórnar við að byggja upp innviði í þessu landi, við að haga skiptingu fjármuna á milli sveitarfélaga og ríkisins með þeim hætti að sveitarfélögin ráði við sitt hlutverk og annað, sem einhver sérstök rök gegn því að uppfylla okkar skyldur og stöðu í samfélagi þjóðanna, t.d. þegar kemur að hælisleitendamálum og flóttamannamálum. Ættum við ekki frekar að ráðast í það að laga innviðina til að geta gert þessa hluti skammlaust frekar en að nota þetta getuleysi stjórnarinnar sem einhvers konar skálkaskjól til að gera ekki vel?