153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[22:16]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur kærlega fyrir spurninguna. Okkur sem störfuðum sem talsmenn fólks á flótta hjá Rauða krossinum áður en það system var lagt niður án orða, var ljóst þegar við sáum fyrst þessa tillögu koma fram í frumvarpinu að það átti að stytta þann tíma sem við sem talsmenn höfðum og sem umsækjendur höfðu til þess að afla gagna og færa rök fyrir máli sínu. Greinargerðarfrestur er tvær vikur, hann var tvær vikur áður og sá frestur var oft einfaldlega ekki nógu langur í mörgum málum — stundum var hann nógu langur, þá skiluðum við inn greinargerð innan tveggja vikna og kærðum strax og annað, margir kærðu strax — en við nýttum oft þennan tveggja vikna kærufrest til að afla gagna sem Útlendingastofnun hafði vanrækt að afla á fyrra stigi. Þar erum við að tala um hluti eins og sálfræðivottorð og önnur heilbrigðisvottorð sem Útlendingastofnun neitaði kerfisbundið að bíða eftir áður en niðurstaða var kveðin upp í málinu. Ég vona að þetta svari spurningunni.